Fréttir

Úrslit og verðlaunaafhending

17.03 2011

Úrslit og verðlaunaafhending í ritgerðasamkeppninni KÆRI JÓN... sem afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar og mennta- og menningarmálaráðuneytið efndu til meðal nemenda í 8. bekk grunnskóla í tilefni af  200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta 17. júní 2011.

Ákveðið var að hafa ritgerðirnar í formi sendibréfs sem var helsti samskiptamáti Jóns Sigurðssonar og 19. aldarinnar. Alls bárust 170 ritgerðir frá 28 skólum, tólf nemendur hljóta verðlaun.

Verðlaunaafhendingin fer fram í bókasal Þjóðmenningarhússins n.k. laugardag, 19. mars, og hefst kl. 14. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og meningarmálaráðherra afhendir verðlaunin. Kór Kársnesskóla syngur og lesið verður upp úr nokkrum verðlaunaritgerðum. Sýningin Óskabarn - æskan og Jón Sigurðsson verður skoðuð.

Til baka í fréttir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin.