Fréttir

Uppbygging hafin á Hrafnseyri

27.09 2010

Eftir rúmlega mánaðar undirbúning, niðurrif veggja innanhúss og viðgerðir á húsi og lögnum er uppbygging hafin á Hrafnseyri. Byrjað var að steypa undirstöður undir nýja aðkomu 24. sept. s.l. en með henni verður öllum tryggt gott aðgengi að hinni nýju sýningu. Vinnu verður haldið áfram meðan veður og færð leyfa í haust, og svo verður hafist handa að nýju í vor. Vinna við nýju sýninguna gengur vel og uppsetning hennar hefst í maí, en opnun verður á Hrafnseyrarhátíð 17. júní 2011.
 

Til baka í fréttir Uppbygging á Hrafnseyri, steypuvinna hafin.