Fréttir

Sýningar í tilefni af afmælisári Jóns Sigurðssonar

02.08 2011

Eftirtaldar sýningar, sem Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar styrkir og stendur að, eru opnar:

Þjóðmenningarhúsið
Sýningin "Óskabarn - æskan og Jón Sigurðsson" var opnuð 15. janúar sl. Hún er einkum ætluð skólabörnum og ungu fólki. Hún verður opin fram á mitt ár 2012, en fer væntanlega í skóla úti á landi eftir það.
Komin er út bók hjá Forlaginu með sama heiti.

Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns
Sýningin "Jón Sigurðsson - Opinber mynd" var opnuð 10. mars sl. Peningaseðlar, frímerki, mynt, minjagripir o.fl. með mynd Jóns Sigurðssonar.
Opin virka daga kl. 13:30 - 15:30 í Anddyri Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Sýningin "Lífsverk" var opnuð 20. apríl sl. ásamt vef með tugþúsundum skjala. Handrit, bréf, skjöl og prentuð verk frá starfi Jóns Sigurðssonar og einkahögum.
Opin alla daga sem Þjóðarbókhlaðan er opin út afmælisárið.
Sjá einnig „Lífsverk“ hér á vefnum og sýningarskrá.

Víkin - sjóminjasafnið í Reykjavík
Sýningin "Björtum öngli beitirðu" var opnuð á Hátíð hafsins laugardaginn 4. júní. sl. Sýning er byggð á kverinu "Lítil Fiskibók" sem Jón Sigurðsson gaf út 1859.

Byggðasafn Vestfjarða - Sjóminjasafn
Sýningin "Björtum öngli beitirðu" var opnuð á Ísafirði á sjómannadaginn 5. júní sl. Sýning er byggð á kverinu "Lítil Fiskibók" sem Jón Sigurðsson gaf út 1859.

Safnahús Borgarfjarðar
Þar er stillt upp munum , myndum og gögnum frá sr. Magnúsi Andréssyni (1845-1922) sem var prestur á Gilsbakka í Hvítársíðu. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Héraðsskjalasfans Borgfirðinga og er framlag sveitarfélagsins til afmælisárs Jóns Sigurðssonar.
Hún var opnuð 13. maí sl.

Þjóðminjasafn Íslands
Hluti grunnsýningar Þjóðminjasafnsins sem fjallar um sjálfstæðisbaráttuna aukinn, meðal annarsmeð margmiðlunarefni sem Afmælisnefndin hefur látið safninu í té.
Tekið í notkun 8. júní sl.

Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri
Ný sýning "Líf í þágu þjóðar" va opnuð 17. júní n.k. á Hrafnseyrarhátíð. Basalt arkitektar unnu samkeppni um nýja sýningu á Hrafnseyri og hafa hannað hana. Sýningin er sett fram á nýstárlegan hátt á 93 m löngum vegg úr plexigleri sem liðast um sýningarsvæðið, en neðri hæð hússins á Hrafnseyri hefur verið tekin undir hina nýju sýningu. Gagarín annaðist grafíska hönnun sýningarinnar og allt margmiðlunarefni sem jafnframt fer á vefinn. Hornsteinar arkitektar hönnuðu breytingar á húsi.
Sýningin er opin kl. 10-20 alla daga vikunnarút ágústmánuð. Leiðsögn og sýningarskrá.

Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri
Sýningin "Lítil varíngsbók", sem byggir á samnefndu kveri Jóns Sigurðssonar, verður opnuð á Hvanneyri 10. júlí.
Málþing um svipað efni verður svo haldið að Fitjum í Skoradal 10. september.

Auk þess er ný sýning í Jónshúsi í Kaupmannahöfn með nýrri margmiðlun sem afmælisnefndin lét Jónshúsi í té.

Til baka í fréttir