Fréttir

Skilafrestur liðinn - 21 tillaga barst

24.09 2010

Almennri samkeppni um minjagripi og handverk til minningar um Jón Sigurðsson var hleypt af stokkunum 17. júní síðastliðinn. Leitað er að vönduðum gripum sem sækja innblástur í menningu og sögu þjóðarinnar. Verðlaunafé er ein milljón króna. Fyrstu verðlaun eru 600 þúsund krónur og 400 þúsund krónur skiptast eftir nánari ákvörðun dómnefndar. Úrslit verða væntanlega tilkynnt og verðlaun afhent í lok október og þá verða allar innsendar tillögur sýndar.

Til baka í fréttir Koparplatti með vangamynd af Jóni Sigurðssyni, gefinn út sem minjagripur 1944.