Fréttir

Merking styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli

29.12 2010

Á nýársdag rann upp afmælisár Jóns Sigurðssonar forseta en hann fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. Afmælisins verður minnst með margvíslegum hætti allt árið en merking styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli 30. desember s.l. markar upphaf afmælishaldsins.

Það eru forsætisráðuneytið og Listasafn Einars Jónssonar sem standa að merkingunni að tillögu afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar.

Merkingin er koparplata á bakhlið fótstalls styttunnar með eftirfarandi texta:

JÓN SIGURÐSSON FORSETI
17.6.1811 - 7.12.1879
Leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld.

Styttuna og lágmyndina „Brautryðjandinn“ gerði Einar Jónsson  myndhöggvari í tilefni af 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 1911.

Íslendingar austanhafs og vestan gáfu styttuna. Hún var reist við Stjórnarráðshúsið 1911 en flutt á Austurvöll 1931.

JÓN SIGURÐSSON
Leader of Iceland´s independence movement.

Sólveig Pétursdóttir formaður afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar og Júlíana Gottskálksdóttir forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar voru viðstaddar merkinguna.

Til baka í fréttir Sólveig Pétursdóttir formaður afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar og Júlíana Gottskálksdóttir forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar voru viðstaddar merkinguna.