Fréttir

Lagning nýrrar heimreiðar á Hrafnseyri hafin

20.10 2010

Þessa dagana er Vegagerðin að leggja nýja heimreið að Hrafnseyri og stækka bílastæðið. Nýja heimreiðin er dálítið vestar en sú gamla og liggur ekki eins hátt. Bílastæðið var orðið allt of lítið, margir ferðast nú um með tjaldvagna og hjólhýsi og rútur gátu ekki snúið við á gamla stæðinu. Úr þessu verður nú bætt þótt nýja bílastæðið muni ekki duga á stórhátíðum, þá geta gestir lagt bílum sínum á gamla flugvellinum fyrir neðan bakkann og gengið eftir gömlu heimreiðinni heim að Hrafnseyri.

Til baka í fréttir Ný heimreið að Hrafnseyri.