Fréttir

Jón Sigurðsson og atvinnulífið

22.03 2011

Málþing SA í Hofi á Akureyri, föstudaginn 25. mars kl. 14:00?16:30.

Í tilefni þess að á árinu verða 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta efna Samtök atvinnulífsins til málþings í Hofi á Akureyri um Jón og sýn hans á atvinnulífið.

Fjórir fyrirlesarar fjalla um áhrif Jóns Sigurðssonar á atvinnulífið í fortíð, nútíð og framtíð.

Sigríður Á. Snævarr, sendiherra, mun m.a. fjalla um hvað leiðtogar samtímans geti lært af Jóni og Þorsteinn Pálsson fv. ráðherra, mun fjalla um nútímann í ljósi baráttu Jóns fyrir fullveldi og viðskiptafrelsi.

Þá mun Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, fjalla um Jón og liberalismann og Guðfinna Hreiðarsdóttir, fjalla um áhrif Jóns á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum.

Formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilmundur Jósefsson, setur málþingið en Sólveig Pétursdóttir, formaður 200 ára afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar flytur lokaorð.

Málþingið er öllum opið ? skráning á vef Samtaka atvinnulífsins – www.sa.is

Nánari upplýsingar veitir Hörður Vilberg hjá SA, s. 821?0005.

Til baka í fréttir