Fréttir

Basalt hannar nýju sýninguna á Hrafnseyri

16.06 2010

Það kom í ljós þegar umslög með nöfnum keppenda í samkeppni um hönnun nýrrar sýningar á Hrafnseyri voru opnuð að höfundar tillögunnar „Tímanna rás“ reyndust vera Basalt arkitektar, en það er teiknistofa Sigríðar Sigþórsdóttur og félaga. Höfundar tillögunnar eru þessir:  Ene Cordt Andersen arkitekt, Hallmar Sigurðsson menningarstjórnunarfræðingur, Marcos Zotes?Lópes arkitekt, Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt og Þórhallur Sigurðsson arkitekt.  Guðjón L. Sigurðsson veitti lýsingaráðgjöf.

Það verða því Basalt arkitektar sem fá það viðfangsefni að fullgera tillöguna í samvinnu við undirbúningsnefnd, verkefnisstjóra og Hornsteina arkitekta sem hanna breytingar á húsakynnum á Hrafnseyri, og fylgja henni til enda. Nýja sýningin verður opnuð 17. júní 2011, en þá verða liðin 200 ár síðan Jón Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri.

Sjá nánar samkeppnir

Til baka í fréttir Verðlaunaafhending