Fréttir

Björtum öngli beitirðu ...

06.06 2011

Opnuð hefur verið sýning á hugmyndum Jóns Sigurðssonar um úrbætur í veiðum og vinnslu afla á 19. öld, eins og þær birtast í kveri hans "Lítilli Fiskibók" sem kom út árið 1859.

Sýningin er samstarfsverkefni Víkurinnar - Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Byggðasafns Vestfjarða á Ísafirði og Afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar. Hún er sett upp samtímis í Reykjavík og á Ísafirði, með sínum hætti á hvorum stað.

Sýningin var opnuð í Víkinni á Grandanum 4. júní og á  Ísafirði á Sjómannadaginn 5. júní.  

 

Sólveig Pétursdóttir, Eiríkur Jörundsson forstöðumaður Víkurinnar og Sigrún Magnúsdóttir fyrrv. forstöðumaður safnsins og fyrrv. borgarfulltrúi skoða sýningarskrá. Sýningin ber svipmót hinna rauðu segla á skútum 19. aldar.

 

Sigrún Magnúsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Sólveig Pétursdóttir, Kristján Möller fyrrv. ráðherra og frú skoða ýmsar afurðir sjávarfangs sem Jón Sigurðsson hvatti íslenska sjómenn til að veiða, þ. á m. sundmaga.

Til baka í fréttir Sólveig Pétursdóttir formaður Afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar og Einar Örn Benediktsson formaður Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur klippa á borða og opna sýninguna