Fréttir

Afmælisári Jóns Sigurðssonar lýkur

25.11 2011

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Dómkirkjan í Reykjavík og afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar kynna dagskrá á dánardegi Jóns Sigurðssonar 7. desember.

10:30-13:00  Jón Sigurðsson og bláu miðarnir. Málþing Stofnunar Árna Magnússonar um fræðastörf Jóns Sigurðssonar, haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns.

Bragi Þ. Ólafsson: Handritasöfnun Jóns Sigurðssonar.
Margrét Gunnarsdóttir: Ingibjörg, ungmennin og handritasöfnun Jóns.
Már Jónsson: Handritaskrásetjarinn Jón. Ritun efnisyfirlita á blá blöð.
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir: Héðan og þaðan: Um samtíningshandritið JS 149 fol.
Sverrir Tómasson: Jón og Konráð: Tveir lærisveinar Madvigs.

13:30-14:30  Tónlistin úr útför Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur 1880 flutt í Dómkirkjunni.

Forspil – Sorgarmars
Lag leikið við landtöku „Sunnan bar snekkja“
Upphafssálmur í kirkju: „Beyg kné þín...“ 
Cantate „Grát þú, Ísland“ 
Við úthafningu  „Fagra tíð er fólkið vaknar“
Skilnaðarsöngur
Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona flytur frásögn af útfarardeginum, 4.maí 1880
Kjartan Óskarsson segir frá lögunum og ljóðunum
Hjálmar Jónsson segir frá eftirmælunum.

15.00-17:00  Hátíðarfundur afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar haldinn í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Sólveig Pétursdóttir, formaður afmælisnefndar, opnar ráðstefnuna
Sigurður Líndal, forseti HÍB, flytur erindi um Jón Sigurðsson.
Jónas Kristjánsson, varaforseti Hins íslenska þjóðvinafélags, flytur ávarp.
Páll Björnsson sagnfræðingur segir frá bók sinni um Jón Sigurðsson.
Margrét Gunnarsdóttir sagnfr. kynnir bók sína um Ingibjörgu Einarsdóttur.
Jónas Þór sagnfræðingur kynnir bók sína Varðinn í vestri.
Brynhildur Þórarinsdóttir kynnir bókina Óskabarn.
 “Sómi Íslands, sverð þess og skjöldur.”
Arnar Jónsson og Hilmar Guðjónsson leiklesa einþáttung Sveins Einarssonar sem fluttur var á Íslendingaslóðum í Vesturheimi þjóðhátíðarhelgina 2011.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, flytur ávarp.

Fundarstjóri er Halldór Árnason.
Í fundarlok verða bornar fram léttar veitingar í boði forseta Alþingis.

Til baka í fréttir Dómkirkjan í Reykjavík